Enn um jólahlaðborð

JólahlaðborðEr nær dregur að jólum og stressið fer að yfirtaka hug og hönd, keppast allir við að komast á jólahlaðborð fyrir jólin. Ekki get ég látið hjá líða að geta þess í tíma að tvö jólahlaðborð verða haldin í Einarshúsi fyrir jólin og undirbúningur er þegar hafinn vegna þessa. Eðalkokkur kemur til með að hantéra allar jólatrakteringar ofan í veislugesti og bera það á borð með glæsibrag. Benni mun svo leika og syngja unaðstóna meðan á borðhaldi stendur og eitthvað fram á nóttina. Tel ég tímabært að setja í loftið auglýsingu um þessi eðalfínu jólahlaðborð hér og nú. Glöggir lesendur reka eflaust augun í það að uppselt er á fyrra hlaðborðið og ekkert er svosem meira um það að segja. Flestar aðrar helgar eru uppteknar fyrir hópa og ég þarf ekki að láta mér leiðast fyrir jólin.

Jólahlaðborð 1. desember

Eðalfínt hlaðborð dýrindisrétta munu prýða borðstofuborðið í Einarshúsi þetta kvöld. Snorri Bogason kokkur mun elda ofan í gesti Einarshúss og telja má nokkuð öruggt að enginn verður svikinn af því sem hann ber á borð fyrir gesti. Veislustjóri er einn fyndnasti maður Íslands og hrókur alls fagnaðar, Hákon Unnar Seljan, og mun hann reyta af sér brandarana í gríð og erg kvöldið út í gegn. Benni Sig. ætlar svo að koma og syngja fyrir gesti á borðhaldinu og eitthvað fram á nóttina og á hann án efa eftir að koma öllum í rétta jólaskapið. Uppselt er á þetta hlaðborð.

Jólahlaðborð 8. desember

Enn og aftur munu borð svigna undan dásemdarkrásum í Einarshúsi og Snorri Bogason stendur klár með heimsins bestu rétti sem smakkast guðdómlega. Það verður engin svikinn af því sem hann ber á borð. Veislustjóri er enginn annar en hinn bráðsmellni Jónas sýslumaður sem lét undan miklum þrýstingi Vertsins í Vikinni og ætlar hann að stýra veislunni styrkri hendi. Benni Sig. mun aftur koma með gítarinn sinn og fallegu söngröddina sína og syngja fyrir gesti á borðhaldinu og halda uppi stuði ásamt félögum sínum eitthvað fram á nóttina. Ennþá eru laus sæti fyrir gesti og gangandi en nú þegar er farið að panta.

 


Spilavist

Enn á ný er boðið upp á spilavist í Einarshúsi í kvöld og hefst hún klukkan 21:00. Bráðnauðsynlegt telst að geta þess að þetta er fyrsta kvöldið í þriggjakvöldakeppni svo nú verða spilasjúkir spilafíklar að mæta snemma til að fá öruggt sæti og vera með frá upphafi. Möguleikarnir til að eignast handgerðan lampa úr gleri sem unnin er í listasmiðjunni á staðnum aukast eftir því sem oftar er mætt og tekið í spil.

Bloggfærslur 9. nóvember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband