Orri

OrriSjarmatröllið og konungur bolvískra karlmanna, hinn eini sanni Orri, ætlar að mæta í Kjallarann í kvöld. Hann á án efa eftir að sýna það og sanna í eitt skipti fyrir öll að hann er langbestur þegar kemur að söng og gítarleik og framkomu á stóra sviðinu í Kjallaranum. Honum til halds og trausts verða Rögnvaldur Magnússon, Valdimar Olgeirsson og Arnar Guðmundsson en þeir tilheyra allir einvalaliði skemmtikrafta hér vestra. Einnig munu stíga á stokk Gummi Sali og Hlynur Snorra en þeir tilheyra stórbandinu " Haltur leiðir blindan" og hafa verið að æfa prógramm fyrir kvöldið og ætla að flytja samansafn stórgóðra laga. Fleiri munu eflaust stíga á stokk og ég veit að það verður fullt hús og reikna má fastlega með því að herlegheitin byrji rétt fyrir miðnætti.


Borg óttans

Þegar húmar að og rökkrið læðist yfir höfuðborgina, leggst dökkur skuggi yfir stræti og torg í gervi hettuklæddra manna með loftbyssur og hnífa. Þögnin er rofin með háværum köllum og ógnandi tilburðum og skelfing grípur um sig. Vertinum í Víkinni bregður í brún er fréttir berast að hópurinn sem tilheyrir henni og á að vera umvafinn öryggi og í skjóli fyrir allri vá, er þátttakandi í atburðum gærkvöldsins í borg óttans. Þórunn tengdadóttir mín og tvíburasystir hennar stóðu vaktina á pizzastað þegar ósköpin dundu yfir og skuggalegir menn þröngvuðu sér inn á veitingastaðinn með afar óhreint mjöl í pokahorninu. Allt fór þó vel og stelpurnar sluppu með skrekkinn en þeim stóð ekki á sama um stund sem eðlilegt er.

Svona er nú Ísland í dag


mbl.is Pítsustaðarræningjar ófundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband