Elgsprófið

Nú er það orðið opinbert um borg og bý að nýi bíllinn hjá Vertinum í Víkinni er ekki megnugur þess að taka svokallaðar "Elgsbeygjur". Ástæðan er sú að hann hreinlega veldur ekki þeim snarsnúning sem kemur í kjölfar þess að taka snögga beygju ef skepnur af dýrategundinni Elgir hlaupa viðstöðulaust og án afláts þvert fyrir bílinn og yfir veginn. Það vill til að engir "Elgir" eru hér í plássinu og þarf ég því ekki að ókyrrast svo neinu nemi en aftur á móti gætu kettir átt það til að taka á sprettinn yfir götuna þegar minnst varir og verður því að hafa varann á í umferðinni. Það vekur hjá mér furðu að slíkt próf skuli ekki hafa verið framkvæmt áður en þessi glæsilegi bíll fór í sölu. Ekki er því að neita að að mér læðist sá grunur að ég hafi keypt köttinn í sekknum og bíð spennt eftir yfirlýsingu Toyota umboðsins sem vænta má innan tíðar.

Bloggfærslur 17. nóvember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband