Gamla góða gufan

Gamla góða gufan kallar á Vertinn í Víkinni og öldur ljósvakans bíða óþreyjufullar eftir komu minni. Enn eitt gáfumannaviðtalið fer senn í loftið og þjóðin stendur á öndinni í eftirvæntingu. Þessi margrómaði spjallþáttur mun án efa verða einn sá besti sem ómað hefur um útvarpsbylgjur á ísakalda fróni um langa hríð. Því var hvíslað að mér að alheimsútsending yrði um gervihnött til að koma frásögn minni til Íslendinga sem búa erlendis en einnig geta þeir útlendingar sem þekkja hvorki haus né sporð á téðum Vert og skilja hvorki upp né niður í mæltu íslensku máli, hlustað með athygli. Séð verður til þess að sjófarendur fjarri Íslandsströndum nái útsendingu á langbylgju og þeir sem búa langt upp í landi fái að hlusta með stuttbylgjusendi Símans. Flugfarþegar ná án efa útsendingu með loftbylgjum og það mun verða sérstök neyðarvakt upp á Bolafjalli ef úthafsbylgjur trufla útsendingu. Þið getið farið að setja ný batterí í útvarpstækin til öryggis ef rafmagnið skildi bresta og betra er að vera búin að finna réttu rásina í tíma.

Ég mæti galvösk í útvarpið í fyrramálið og læt ykkur vita nánar hvenær þessu sögulega spjalli  verður varpað til hlustenda.

 


Bloggfærslur 12. nóvember 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband