Mæja Bet spyrill í Kjallarakeppni

Kominn er tími til að geta þess að engin önnur en kjarnakerlingin og hin kostulega Mæja Bet er spyrill í Kjallarakeppni næsta föstudagskvöld. Farið verður óhefðbundnar leiðir í vali á spurningum og framsetning þeirra verður með nýstárlegum hætti. Látbragð og líkamshreyfingar verða óspart notaðar eftir því sem Vertinn kemst næst og mannleg túlkun í bland við myndir af hinum og þessum verða brúkaðar við minnsta tilefni. Auk þess verða allskyns búkhljóð óspart notuð við gjörninginn ef svo ber undir. Ég myndi ekki missa af Kjallarakeppninni ef ég væri þið og ætli Vertinn í Vikinni verði ekki í góðu skapi þetta kvöld og bjóði upp á tvo kolamola á verði eins úr gömlu kolageymslunni til miðnættis. Kjallarakeppnin byrjar upp úr kl. 22:30 og betra er að koma fróður um alla skapaða hluti og í rétta gallanum, með góða skapið og hafa léttu lundina meðferðis.

Bloggfærslur 30. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband