Jólagjafalisti ömmu

Hér fylgja smá hugleiðingar handa þeim sem eru svo heppnir að eiga ömmu.

Jólagjafalistinn hennar ömmu.

Mér datt í hug að senda ykkur smá bréf um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.

Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist
mér út ævina.

Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.

Ég á orðið 7 flónelsmorgun sloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í
bili. Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink
kerlingarlitur.

Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert
að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir
veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.

Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré. Ég
þurfti að setja tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól. Og
ég er orðin svo fótafúin.

Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar
aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur,
þá vil ég frekar Arnald Indriða, eða Agötu Christie.

Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór
Reykjavíkur.

Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á
tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.

Ég verð að segja eins og er, að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis
lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað
hljómflutningsgræjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það er
erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu frekar, og þykir meira gaman
að háværri rokktónlist.

Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma
til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin,
við ætlum nokkur saman gamlingjar og djamma og djúsa. Vonandi verðið þið
stillt og góð á meðan.

Sjáumst á næsta ári

Kveðja 

Amma.


Kuldahrollur

Það fór um mig kuldahrollur þegar ég sá þetta hér


Bloggfærslur 29. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband