Kom sá og sigraði

Kalli HallgrímsKalli Hallgríms kom sá og sigraði í gærkvöldi eins og við var að búast. Strákurinn er mjög liðtækur gítaristi og söngvari og lætur brandara og gamansögur flakka í gríð og erg á milli tónlistaratriða. Fjölmargir komu til að berja hann augum og hafa gaman saman og menn skemmtu sér hið besta. Kalli sagði m.a. söguna af Barna Jóni sem bjó á ströndunum hér fyrr á árum. Hann var sagður hafa barnað fimm konur á leið sinni frá Ingólfsfirði á Ströndum að Brú í Hrútafirði og geri aðrir betur. Karlinn hefur án efa borið með sér mikinn yndisþokka og karlmennskan hefur trúlega dropið af honum er hann blikkaði fljóð á öðrum hverjum bæ á ferð sinni um héraðið sem varð þess valdandi að konur urðu tilkippilegar í allskyns kitl og kelerí.

Benni Sig. lét sig ekki vanta og tók lagið með Kalla og skipti þá engu máli hvort óperettur eða Benni, Gummi og Kalliunaðsleg ástarljóð urðu fyrir valinu, þvi Benni getur sungið allt. Undir bláhimni ómaði um Kjallarann um blíðsumarsnætur og rósfagrar meyjar hlustuðu með athygli á Gumma Þórarins og Benna meðan döggin á grasinu greri á síðasta degi sumars og vindurinn hafði hljóð rétt á meðan. Ó sóle míó hljómaði líka um salinn og Geiri á Grundunum tók undir sem aldrei fyrr og lagði allt sitt í sönginn. Kattadúettinn er hjóm eitt miðað við dúettana sem fengu að njóta sín í Einarshúsi í nótt og ómuðu um næsta nágrenni. Tríóið sem sjá má á myndinn hér til hliðar  tekur sig vel út og er til fyrirmyndar í alla staði er þeir sungu um daginn sem í austrinu rís.

Gler hjartað slærSpilavistin gekk vel að vanda. Gunnar Júl hefur verið með eindæmum heppinn í spilamennskunni undanfarin þrjú kvöld og fór hann heim með tvenn verðlaun í gærkvöldi. Bæði verðlaun fyrir flestu stigin eftir gærkvöldið og einnig átti hann flestu stigin eftir þrjú síðastliðnu spilakvöld. Hann hlaut lampa unnin úr gleri í listasmiðjunni af hagleikskonunni okkar henni Dísu Hrólfs, en hún ber hitann og þungan af öllum glerlistaverkum sem unnin eru staðnum. Lampinn ber heitið "Hjartað" og er einn af fjórum lömpum sem hún hefur búið  til handa mér til að nota í aðalverðalaun í vetur. Eftir eru Spaðinn, Laufið og Tígullinn og menn eru hvattir til að missa ekki af spilavistinni svo líkurnar á slíkum eðalvinningi verði sem bestar.


Bloggfærslur 27. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband