Til gamans gert

Set að gamni vísu sem ég samdi fyrir nokkrum árum og sungin var á árshátið Bakkavíkur en ég starfaði við þrif í rækjuvinnslunni til margra ára. Við stelpurnar í þrifaliðinu slógum aðsjálfsögðu í gegn eins og kemur fram í textanum.

Sex í þrifunum.

Lag: Tvær úr Tungunum

 

Við erum sex sem syngjum hér

og stígum nú á svið.

Ávallt til í hvað sem er

enda snoturt þrifalið.

Galvaskar við gerlaregn

við glímum æ og sí.

En nú við skulum slá í gegn

og syngj´a í karaoký.

 

Viðlag:

Við erum mátulega mittisnettar

meiriháttar hverja stund.

Lokkandi og lappaléttar

léttlyndar á alla lund.

Þrífa verður, hvað sem tautar

oft er það um of.

Í pollagöllum inn úr blautar

alveg upp í klof.

 

Oft við fáum alveg nóg

af umgengninni hér,

okkur verður um og ó

það segist eins og er.

Stífluð ræsi æ og sí

er okkur oft um megn.

En samt í kvöld í karaoký

við skulum slá í gegn.

 

Viðlag:

Við erum mátulega mittisnettar

meiriháttar hverja stund.

Lokkandi og lappaléttar

léttlyndar á alla lund.

Þrífa verður, hvað sem tautar

oft er það um of.

Í pollagöllum inn úr blautar

alveg upp í klof.


Kalli Hallgríms kemur í Kjallarann

Ekki er úr vegi að nefna það í tíma að enginn annar en sá frábæri trúbador og skemmtikraftur Kalli Hallgríms verður í heimsókn hér vestra á komandi helgi og mun troða upp í Kjallaranum á föstudagskvöldið. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka kvöldið frá og mæta með góða skapið og léttu lundina í farteskinu í hús gleðinnar um helgina.

Bloggfærslur 22. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband