Konur á málþingi um atvinnumál

Halda á málþing um atvinnumál í Ísafjarðarbæ á laugardag og er yfirskriftin " atvinna fyrir alla". Athygli hefur vakið að fimmtán fílefldir karlar halda fyrirlestra um þessi mál en einungis er pláss fyrr tvær penar og fallegar konur og hefur það farið fyrir brjóstið á einum og öðrum. Fyrir utan þessar tvær konur, sem hér um ræðir, fara konur með fundarstjórn, súpa er i boði í hádeginu á þinginu og ég reikna fastlega með því að konur fái að koma að eldamennskunni og í lokin hafa skipuleggendur  heldur betur sofnað á verðinum ef konur hafa ekki verið fengnar til að taka til og þrífa eftir herlegheitin. Svo má ekki gleyma því að konur mega koma og hlusta á það sem í boði er á þessu málþingi og telst það nokkuð vel boðið að mínu viti. Trúlega telja sumir að kynjahlutföllin jafnist út þegar á þetta allt er litið og að jafnræðis sé gætt í hvívetna ef allt það sem hér hefur verið minnst á er tekið með í reikninginn.

Ég er kona.....ég er kona sem stend mína plikt....ég er kona sem er komin langleiðina með að koma börnunum mínum vel til manna....ég er kona sem rek fyrirtæki í mínum heimabæ og stend fyrir flestum uppákomum í byggðarlaginu.......ég er kona sem verið hefur í bæjarstjórn í sjö ár og unnið eftir fremsta megni að velferð bæjarins míns.....ég er kona sem held úti vikari.is.........ég er kona sem er núna formaður næstu þorrablótsnefndar......ég er kona sem stend að uppgerð eins merkilegasta húss bæjarins ásamt manninum mínum......ég er kona sem er ágætis hagyrðingur....ég er kona sem er óvirkur alkahólisti sem reynir að sína mannkærleika eftir fremsta megni....ég er kona sem held úti málþingi flesta daga á bloggsíðunni minn....ég er kona sem reynir að taka sig á á hverjum degi....ég er kona......ég er stolt kona.

Stelpur!!

Verum stoltar


Bloggfærslur 18. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband