Vísnagerð

Sungið af innlifun á ÞorrablótiVertinn er á kafi í vísnagerð um þessar mundir því tíminn líður með eldingarhraða og Þorrablótið nálgast óðfluga. Ekki skortir hugmyndirnar í kollinum á téðum Vert sem sér fyrir sér háð og spott og grínatriði um annan hvern bæjarbúa . Vonir standa þó til að skemmtiatriðin rúmist innan þeirra tímamarka sem Þorrablótið tekur alla jafna, sem er ein kvöldstund. Ekki er þó loku fyrir það skotið að öll helgin verði undirlögð af gríni og glensi og tel ég því tímabært að þorrablótsgestir taki frá fyrstu helgina í Þorra og standi klárir fyrir spaugið. Þegar staðið er í kveðskap dettur Vertinn í annan gír og er varla viðræðuhæf á meðan. Hugurinn vinnur hratt og sveimar um ljóðalendur þar sem stuðlum og höfuðstöfum er reynt að koma fyrir með lagni þar sem það á við. Þegar andinn kemur yfir mig er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég geri enda ótrúlega gaman að sjá eitthvað vitrænt verða úr orðum sem raðast eftir kúnstarinnar reglum í setningar. Innihaldið skiptir þó höfuðmáli og það verður að segja það sem segja þarf, ekki of mikið og ekki of lítið og helst þarf að halda sig innan marka og fara ekki yfir strikið á neinum sviðum. Menn túlka þó strikið misjafnlega og línan liggur ekki alltaf í samræmi við skoðanir allra, enda erum við ekki öll eins og höfum mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum. Ég held mig þó alveg réttu megin við strikið.  Þessi bloggskrif mín hjálpa mér mikið í vísnagerðinni því orðaforðinn hefur aukist og ég er ekki eins lengi að upphugsa orð sem passa. Það er gott til þess að vita að þessar endalausu vitleysur sem ég læt fara frá mér skili einhverju góðu. Einn bragur er búinn og sá næsti bíður.

Bið að heilsa í bili.


Bloggfærslur 15. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband