Vel af Guði gerð

Krakkarnir í kaffi hjá ömmu og afaKuldalegt er um að litast í dag, sjórinn er úfinn og þungur og Ægir er í ham. Engin ástæða er þó til að æsa sig yfir veðráttunni því þegar haustar má búast við kulda og trekki. Það er um að gera að klæða sig vel og vandlega ef reka á snoppuna út fyrir dyrnar. Ég er búin að hafa alla rollingana mína hjá mér undanfarna daga, því haustfrí var í Borgarholtsskóla og Andri og Þórunn brunuðu vestur í heimsókn. Þau voru að fara rétt í þessu eiga eftir að keyra yfir fjöll og firnindi til að komast á leiðarenda. Ég vildi óska að ég gæti haft krakkana mína alla hjá mér að jafnaði og þykir hundfúlt að geta ekki barið frumburðinn minn augum þegar mér hentar því naflastrengurinn er ekki nándar nærri slitinn en ungarnir fljúga úr hreiðrinu einn af öðrum og við því er ekkert að gera nema að sætta sig við það þegar að því kemur. Ég er svo heppin að hafa Elsu og Lilju heima og ég verð að njóta þeirra stunda sem við stelpurnar getum verið saman og haft gaman. Börnin mín eru mjög heilbrigðir einstaklingar og rétthugsandi. Þau eru stórgóðir húmoristar og hvert öðru fyndnara og oft er glatt á hjalla þegar við erum öll samankomin. Hávær hlátrasköll eru einkennandi fyrir samverustundir okkar og oftar en ekki er litið til okkur með hornauga ef við erum að fíflast þar sem ókunnir eru í nálægð sem ekki þekkja til. Krakkarnir mínir eru til fyrirmyndar og það er svo sannarlega mikið lán að þau skuli vera svona vel af Guði gerð.

 

 

 


Bloggfærslur 14. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband