Viðtal í Kjallaranum

Viðtal var tekið í Kjallaranum við Bubba og Unni Birnu í gær rétt fyrir útsendingu. Þeir sem vilja heyra það geta hlustað hér


Spilavist

Spilavist2Lífið heldur víst áfram eftir Bubba og tel ég tilvalið að nota tækifærið og auglýsa spilavistina í tíma. Hún er annaðkvöld , föstudagskvöld, og byrjar kl. 21:00 að venju og verðlaun og vinningar stórglæsilegir að vanda. Þetta er annað kvöldið í þriggja kvölda keppni og því afar mikilvægt að mæta alltaf svo möguleikar á því að vinna glæsilegt glerlistaverk úr listasmiðjunni verði enn meiri. Hjónakornin Gunnar Júl og Mæja Ólafs fóru með sigur af hólmi síðast þegar gripið var í spil í Einarshúsi og söfnuðuð þau fjölmörgum stigum í sarpinn en þá var spilað á sjö borðum og mikið fjör var eins og svo oft áður. Gott er að mæta tímanlega og vera búinn að undirbúa sig vel svo hægt verði að safna sem flestum slögum og stigum. Mönnum er svo frjálst að sýna spilagaldra í hléi eða bara spila með hvert annað að vild. Nauðsynlegt er að hafa 500 kall meðferðis til að borga sig inn í herlegheitin.

Spennufall

Ný dagur er upprisinn með sól og blíðu og mesta spennan fyrir bý. Ég viðurkenni það fúslega að úr mér var orðinn allur vindur þegar ég lagðist á koddann í nótt eftir annasaman dag en mikið lifandis skelfing var þetta skemmtilegt. Húsfyllir var í Einarshúsi í gærkvöldi þegar þáttur Bubba Morthens var tekinn upp og allt gekk eins og lagt var upp með ekkert fór úrskeiðis sem ekki var hægt að kippa í liðinn hratt og örugglega. Maður gekk undir manns hönd til að fá Vertinn og hennar vinnuhjú með í hringferðina í kringum landið til að halda selskap og elda ofan í mannskapinn því trakteringar þóttu ekki af verri endanum og þjónusta öll til fyrirmyndar en Vertinn verður að vera í Víkinni og hafa ofan af fyrir sínu fólki og stendur því staðföst á sínum bás og lætur allt annað lönd og leið.

Bubbi MorthensKóngurinn sómdi sér vel í Kjallaranum og ekki var annað að sjá og heyra en að allir hafi verið sáttir. Margir stigu á stokk og sungu fyrir meistarann og sumir voru góðir og aðrir enn betri. Nú geymi ég leyndarmálið um hverjir komust áfram til áframhaldandi þátttöku en það eru vinir mínir og félagar sem mátað hafa sig við sviðið í Kjallaranum áður og voru því eins og heima hjá sér þegar þeir báru sina frammistöðu á borð fyrir gesti. Það er mikill kjarkur og mikið þor sem þarf til að geta stillt sér upp fyrir framan fullan sal af fólki og kvikmyndatökuvélar og syngja lögin hans Bubba fyrir Bubba sjálfan og heyra hans gagnrýni á flutninginn. Ég get þó ekki neitað því að ég vildi sjá Benna Sig. sig taka lagið og brýna eðalfínu raddböndin sín því ég hef þá trú að hann hefði náð langt en hann er víst á kafi í öðrum verkefnum.

Einn meðlima Papanna er umboðsmaður Bubba og var honum sýnd sú sjálfsagða kurteisi að bjóða Papihonum ásamt hljómsveit sinni að spila á stóra sviðinu í Kjallaranum við gott tækifæri og ég er ekki frá því að honum hafi litist nokkuð vel á hugmyndina. Hugsanlega gæti orðið örlítið þröngt um strákana en það ætti varla að vefjast fyrir þeim að koma sér haganlega fyrir upp á sviði. Ég þarf þó trúlega að láta mér nægja að spila geisladiskana þeirra í hljómtækjunum til að byrja með og láta mig dreyma um að fá þá í eigin persónu í heimsókn. Allt er þó í lagi að láta sig dreyma um blóm í haga og blómstur í tún. Bubbi er nú einu sinni búinn að koma og því ekki Paparnir?? Á myndinni má sjá Papa í hrókasamræðum í gsm símanum í eldhúsinu í Einarshúsi og tel ég næsta víst að hann sé að skipuleggja komu hljómsveitarinnar í Kjallarann innan tíðar.

 


Bloggfærslur 11. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband