Kjallarakeppnin

Kjallarakeppnin hefur göngu sína að nýju nk. föstudagskvöld en þessi stórskemmtilega keppni hefur verið í fríi í sumar. Það er engin önnur en Ilmur Dögg sem spyr fólk spjörunum úr þetta kvöld og verða spurningarnar ekki í léttari kantinum ef ég þekki þetta kjarnorkufljóð rétt. Þar sem hún starfar við heilbrigðisgeirann þykir mér líklegt að hún spyrji einna helst út í líffræðileg atriði er varða mannslíkamann frá toppi til táar en svo væri hún vís með að varpa fram spurningum um eitthvað allt annað sem akkúrat kemur því máli alls ekkert við. Ég myndi því vera búin að lesa mér vel til um eitt og annað fyrir föstudagskvöldið og vera vel undirbúinn ef ég ætlaði mér að taka þátt. Vífilfell verðlaunar vinningshafa og eru sigurlaunin í fljótandi formi. Þorsteinn Haukur, umboðsmaður Vífilfells hér vestra, mun örugglega sjá mér fyrir slíkum eðalvökva enda stjanar hann við Vertinn í Víkinni eins og honum frekast er unnt.

 


Bloggfærslur 1. október 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband