Íþróttamaður ársins.

Íþróttamaður ársins í Bolungarvík var valinn áðan við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu. Rögnvaldur Magnússon varð fyrir valinu að þessu sinni fyrir að skara fram úr í golfíþróttinni og ber hann þennan titil með sóma. Rögnvaldur stundar nám í háskóla í Danmörgu og var því fjarverandi en pabbi hans tók við myndarlegum bikar og viðurkenningum fyrir hans hönd. Margir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum íþróttagreinum og sendi ég þeim öllum hamingjuóskir. Það svignuðu veisluborð undan dýrindis tertum og öðru góðgæti sem Valli bakari og Gunnhildur reiddu fram af sinni alkunnu snilli.

Ísinn hafði hopað síðan í gær en ísspöngin lá hér rétt útaf í gær. Mér þótti öruggara að hafa teygjubyssuna mína tilbúna ef á þyrfti að halda ef ísbirnir gengu á land en sú varúðarráðstöfun reyndist ástæðulaus. Samt eru stjakar á víð og dreif um Djúpið sem líkjast snjóhnoðrum á haffletinum. Tilkomumikil sjón.

Veðrið í dag hefur verið dásamlegt. Ég og Lilja höfum varið deginum að stórum hluta í hesthúsunum. Við fórum í reiðtúr á Blesa mínum og Brá. Lékum okkur í gerðinu og höfðum gaman. Blesi fer með mig eins og drottningu en er ekki mjög sprettharður og vill fara rólega enda kominn til ára sinna. Ég prufaði Brá í fyrsta sinni en hún þykir mjög góður reiðhestur. Hún er einstaklega þíð skepna en töluvert viljugri en Blesi. Ég held að fátt slái því út að fara fetið á góðum klár í góðu veðri og njóta náttúrunnar.

Köld slóð er í bíó í kvöld. Ég hef heyrt að hún sé ekkert síðri en Mýrin og þá hlýtur hún að vera góð. Ætli við skellum okkur ekki bara í bíó í kvöld og brjótum hversdagsleikann aðeins upp. Þá eru allir sáttir við að ganga inn í nýja viku.

Ég fór á ráðtefnu um friðlandið á Hornströndum í gær og þótti einstaklega áhugavert það litla sem ég sá. Hefði alveg viljað vera lengur en það er víst ekki hægt að vera allstaðar.

Frekar rólegt var í Kjallaranum um helgina. Ég lokaði frekar snemma á föstudagskvöldið en reitingur var að gera í nótt svo ég var með opið til kl. 03.00. Ég er nýbúin að setja upp spald fyrir pílukast og þó nokkrir spreyttu sig á því um helgina. Spilavistin er síðan á föstudagskvöldið og undirbúningur þorrablóts í vændum. Ekkert nema skemmtilegt framundan.

Læt þessar hugleiðingar mínar nægja í bili.


Bloggfærslur 28. janúar 2007

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 635895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband