27.1.2007 | 11:23
Þórunn þokkadís.
Þórunn Inga kærastan hans Andra á afmæli í dag. Hún er nítján ára gömul. Þórunn er eineggja tvíburi svo systir hennar, Þóra Björg fagnar sínum afmælisdegi líka. Þær sveita stöllur eru frá Enniskoti í Víðidal sem er í Vestur Húnvatnssýslu og þar dvelja þær á afmælisdaginn. Stefnan er tekinn á þorrablót í Víðihlíð í kvöld og þar á án efa eftir að vera gaman. Ég hefði verið til í að vera þar með þeim.
Húsfrúin í Dæli í Víðidal er góð vinkona mín en þar rekur Sigrún ásamt Villa sínum myndarlegt ferðaþjónustubýli. Þangað fer ég reglulega í heimsókn og mér finnst æðislegt að vera þar. Elsa hefur unnið þar undanfarin sumur við þrif, hesta umhirðu og ýmislegt annað sem til fellur. Það verður að segjast eins og er, að þar sem ég og Sigrún koma saman, þar er gaman. Hún verður örugglega á blótinu í kvöld í Víðihlíð kerlingin sú. Það er alltof langt síðan við höfum átt góða kvöldstund saman.
Ég get sem sagt átt von á því að þegar ömmubörnin fara að hrúgast niður gætu komið tvö og tvö í einu. Þetta getur víst gengið í erfðir. Ég er þegar farin að koma með uppástungur varðandi nöfn á tvíburana og hef ég aðalega mitt nafn í huga enda einstaklega fallegt og passar bæði á drengi sem stúlkur. Litla Ragna og Jóhann litli er alveg tilvalið finnst ykkur ekki?
Heyrði sérstök mannanöfn nýverið eins og Stormur og Styr og Ljúfur og Spakur. Þetta hafði ég aldrei heyrt fyrr. Nafnið Glóð hljómaði í fyrsta sinn í eyrum mér nýverið, það er sérstakt en fallegt.
Ég átti að heita Guðbjörg Hjálma eftir langafa mínum og langömmu Hjálmari Þorsteinsson og Guðbjörgu Sigurðardóttur. Hjálmar hafði viðurnefnið Hjalli Tuddi en hann þótti skaptyggur á köflum en var mikið gæðamenni inn við beinið, þau ólu mömmu upp í gömlu húsi niður á Kambinum. Pabba dreymdi rétt fyrir skírnina mína að pabbi hans kom að vöggunni minni og bað um nafnið. Það var þá ákveðið að ég skildi heita Ragna Jóhanna í höfuðið á honum en hann hét Ragnar Jóhannsson og var frá Garðsstöðum. Hann dó ungur af slysförum og þótti fríðleiksmaður og framúr hófi myndarlegur. Það virðist fylgja nafninu. Margar bera nafnið hans, þ.m.t. Ragna á Laugarbóli.
Mig langar svo í lokinn að senda ykkur afmæliskveðju kæru systur Þórunn og Þóra. Góða skemmtun á blótinu í kvöld.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 27. janúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm