26.1.2007 | 21:19
Fyrsta baðið.
Komst nú aldrei svo langt að fara á Hornstranda ráðstefnu í dag. Ætla að reyna að fara í fyrramálið og hlusta á erindi um hvert stefni í ferðaþjónustu- hagræn áhrif og möguleikar til framtíðar. Reyndar er margt annað áhugavert á morgun sem gaman væri að hlusta á.
Formaður Húsfriðunarnefndar Magnús Skúlason kom í heimsókn í Einarshúsið í dag en húsið hefur fengið styrki frá Fjárlaganefnd Alþingis sem Húsfriðunarnefnd útdeilir. Við erum mjög sátt við þann styrk sem runnið hefur til hússins. Magnús er stórskemmtilegur karl og ég heimsæki hann reglulega þegar ég fer suður. Hann er mjög umsetinn og upptekinn alla jafna og fólki ber að panta sérstaka viðtalstíma. Ég geri það aldrei heldur mæti á staðinn og brosi mínu blíðasta þegar Magnús maldar í móinn. Ég er ansi lagin við að brosa mínu blíðasta til þeirra sem hafa yfir að ráða peningum sem ég hugsanlega get nýtt til að gera upp húsið. Maður tapar aldrei á því að brosa. Næst þegar ég kem suður ætlum við að skella okkur í heita pottinn en hann fer daglega í sundlaugarnar. Magnús er mjög ánægður með þær framkvæmdir sem eiga sér stað í húsinu enda er þetta sögufrægt hús með mikla sögu.
Til gamans gríp ég niður í Einars sögu Guðfinnssonar.
Fyrsta baðkerið í Bolungarvík, sem vatn var leitt að, var í Einarshúsi. (Það var að vísu gamalt baðker úti í Sameinaða, en það var borið vatn í það.) Í baðkerinu í Einarshúsi fengu ýmsir utan heimilis að baða sig, þar á meðal læknirinn, Sigurmundur Sigurðsson. Það var nú svo um þann ágæta mann, Sigurmund, að þótt hann væri greindur, þá var hann misgreindur. Hann virtist til dæmis ekki vera sterkur í eðlisfræðinni, ef dæma má af aðförum hans í baðkerinu í Einarshúsi. Hann fleytifyllti ævinlega baðkerið, áður en hann fór niður í það, og þá náttúrlega sullaðist úr kerinu og flóði útum allt gólf.Gólfið var trégólf og undir baðherberginu var klæðaskápur Elísabetar og dætranna. Þær báru sig illa undan þessu flóði frá lækninum, en frúin harðbannaði að þetta væri nefnt við lækninn, því hún vildi ekki styggja hann, henni var vel til hans, eins og flestum Bolvíkingum. Þetta gerðist eins í hvert skipti, sem hann fór í bað, að hann fleytifyllti kerið og fór svo uppí það, og hann áttaði sig aldrei á þessari staðreynd, að þá myndi flæða útúr kerinu.
Ég vona að læknishjónin hér í bænum þau Íris og Lýður hafi tekið betur eftir í eðlisfræðitímum en doktor Sigurmundur.
Ekkert sérstak verður um að vera í Einarshúsinu um helgina. Opið eitthvað fram eftir nóttu eða eins og Vertinn nennir.
Gangið svo hægt um gleðinnar dyr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 12:16
Dagurinn fer seint á fætur.
Dagurinn fer seint á fætur í dag eins og Halli Reynis segir í einu laga sinna, með öðrum orðum, ég er að drattast á lappir fyrst núna. Halli hélt tónleika í Kjallaranum fyrir nokkru síðan og við náðum vel saman og erum prýðiskunningjar. Misjafnt hvernig maður tengist fólki.
Hef verið að brjóta heilann um það hvernig ég geti fengið það sem mér ber fyrir tófuskottið og hef fengið þá ágætu hugmynd að senda bæjarsjóði svo ríflegan reikning fyrir blómkálssúpunni sem ég eldaði í gær af svo mikilli kostgæfni að bærinn og ég yrðum kvitt. Dreymdi í nótt að ég og Grímur vorum að rífast út af þessu máli, hann gnæfði yfir mér sótrauður í framan og las mér pistilinn. Það boðar örugglega eitthvað gott. Ég og Grímur rífumst ekki, bara kítum við og við. Það er reglulega gaman að skiptast á skoðunum við hann.
Auður systir hefur af því áhyggjur að ég verði of væmin í þessum bloggfærslum. Hún hefur hótað því að koma með alvarlega athugasemd ef ég missi mig inn á þær brautir. Ég er bara að reyna að vera jákvæð og sjá góðu hliðarnar á öllu og öllum. Það eru aðrir sem sjá um að halda því neikvæða á lofti.
Þannig að nú er þessi ágæta sysir mín orðin sjálfskipaður væmnisvörður sem sér til þess að öll væmni verði innan velsæmismarka. Annars yrði það mjög skemmilegt ef Auður færi að blogga, hún er nefnilega miklu meiri penni en ég og töluvert skemmtilegri. Yfirbragð hennar allt svo bjart, augun geisla líkt og stjörnur á himinboga, allt hennar fas er sólskini líkast og húmorinn hennar eins og tindrandi tunglskin. Það er mikil gæfa að mér skildi hlotnast að eignast hana fyrir systur.
Ég fyllist svo mikilli lotningu yfir þessu öllu saman að ég verð að taka mér hlé frá bloggfærslum í bili. Hver veit nema ég fara á ráðstefnu um Friðlandið á Hornströndum í dag.
Verðum í bandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2007 | 00:06
Hugleiðing fyrir svefninn.
Mér finnst ég vera að svíkjast um, ekkert búin að blogga neitt í allan dag. Sumir dagar eru bara allt of stuttir og ég kemst ekki yfir að gera nærri allt sem mig langar til að gera. Ég held þetta hljóti að vera aldurinn.
Ég er svo sem búin að hafa nóg fyrir stafni þótt mér finnist ég stundum ekki koma neinu í verk. Bæjarráðið auk annara aðila sem hlut eiga að máli, átti fund með Rögnvaldi Ólafssyni fstm. stofnunar fræðaseturs Háskóla Íslands þar sem hann kynnti hugmyndir um stofnun Fræðaseturs HÍ í Bolungarvík sem hefði það að meginmarkmiði að stunda og efla rannsóknir á náttúru,ferðamálum og atvinnu-og menningarsögu Vestfjarða. Þarna er verið að ræða um eina stöðu fræðimanns til að byrja með sem myndi vnna náið með Náttúrustofu Vestfjarða. Mjög gleðileg tíðindi. Ég bar fram súpu og brauð ofan í þessa gesti í Einarshúsi og stóð í þessu fram eftir degi.
Verð að fara að halla mér og læt þetta duga í bili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. janúar 2007
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 635895
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm