Færsluflokkur: Dægurmál
3.11.2015 | 16:58
Dagur 36.- Dagur 26 í Stofnfrumumeðferð
Vertinn losnaði úr einangrun á laugardaginn var og mátti þá fara út á hvaða tíma dagsins sem er og hafa opinn gluggann þegar mér hentaði og allt hvað heita hefur. Þvílíkur lúxus.
Sigrún Nightingale, íslenska dásemdar hjúkkan mín, kom svo með þær fréttir í gær að læknirinn minn litli vildi útskrifa mig þá um daginn. Títtnefndri varð svo um, enda mikil dramadrottning að hún bara kastaði upp við fréttirnar og því var hætt við að útskrifa mig í einu vetfangi á mánudaginn, og ég send í magaspeglun í morgun. Hún var horbjóður svo ekki sé meira sagt. Ég held satt best að segja að ég hafi ekki verið alveg tilbúin til að útskrifast.
Maginn leit þokkalega út en tekin voru sýni til að kanna GvH sem er Hýsilhöfnun upp á íslensku en þá hafnar sá þýski einhverjum hluta af mér en hann er þegar búin að hafna hluta af húðinni. Nauðsynlegt er að fá væga hýsilhöfnun því það er ekki bara svo að þýska stálið ráðist á líffærin mín heldur ræðst hann líka á þær krabbameinsfrumur sem hugsanlega hafa dagað uppi og drepur þær í leiðinni. Þannig að þetta er allt gott mál.
Dagurinn í gær var hundlélegur, var send í hjartalínurit því ég fór að mæðast eins og mæðuveik rolla og púlsinn misskyldi alveg hlutverk sitt og fór að ganga alltof hratt. Ég rauk upp í hita allt í einu sem hvarf stuttu seinna jafn allt í einu og hann kom. Það sem skrokkurinn er skrýtinn.
Dagurinn i dag aftur á móti er frábær, engin ógleði, tók helv. pillurnar í morgun eins og að drekka vatn og sit núna niðri á gistiheimilinu í herbergi okkar og bíð eftir að Húsbóndinn klári að elda kjúklinga fyrir mig. Mig grunar nú að blessaðir sterarnir sem ég fékk í dag til að meðhöndla Hýsilhöfnunina séu að bjarga miklu en það er reyndar alveg sama hvaðan gott kemur.
Kannski er Guð bara svona góður?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2015 | 17:34
Dagur 33.- Dagur 23. í stofnfrumumeðferð
Vertinn var vakinn með þær frábæru fréttir að blóðbúskapurinn er allur að koma til. Hvítu blóðkornin i heildina orðin 0,9 (í eðlilegum 3,5 - 8,8) og neutrofilarnir 0,4 (í eðlilegum 1,6-7,5). Ef ég verð yfir 0,2 í neutrofilum á morgun losna ég úr einangrun á sunnudag sem er sko hreint ekki slæmt. Ég á þó eftir að finna matarlistina og það allt áður en ég fæ að fara heim. Reikna með að þurfa að vera að spítalanum þar til í lok næstu viku.
Þannig að nú má segja að títtnefnd sé upprisin í annað sinn öfugt við Krist hinn krossfesta frá Nasaret sem reis upp aðeins einu sinni. Mér finnst því abbsalútt að ég verð tekin i dýrðlingatölu hið snarasta og ætla að senda reykmerki í Vatíkanið þess efnis strax eftir helgina og tala svo við biskupinn þegar ég kem heim.
Jóhanna hin Þýska frá Nürnberg verður því væntanlega nýjasti dýrlingurinn í hópnum enda kominn tími til að Íslendingar eignist almennilegan dýrling því ef miðað er við höfðatölu þá eru þeir alltof fáir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2015 | 17:30
Dagur 32.- Dagur 22 í stofnfrumumeðferð
Dagurinn bauð bara upp á tæplega 39 stiga hita í morgun og hélt hann trúlega vöku fyrir Vertinum í nótt því ekki svaf ég dauðrotuð líkt og vanalega. Þau miklu mildi áttu sér þó stað upp úr hádeginu að heilsan varð mikið betri fyrir það helst náttla að ógleðin hvarf að mestu og fór trúlega að hrella einhvern annan sjúkling hér á sjúkrahúsinu. Skófirnar í munninum tóku að gróa og detta af og hálsinn er svei mér þá að verða betri.
Þetta segir manni ekkert annað en það að nýju hvítu blóðkornin eru farin að vinna á fullu við að byggja upp og bæta. Neutrofilarnir er dáldið brokkgengir og voru ekki merkjanlegir í blóðinu í morgun en hvítu tosast upp og blóðflögurnar eru á hraðri uppleið. Læknirinn telur jafnvel að ég þurfi að fá smá púst til að peppa neutrofilana aðeins upp um helgina en það kemur bara í ljós.
Þetta virðist ekki vera sýking sem er að orsaka þennan hita heldur bara mótmæli hins vestfirska kropps og þá losna ég hugsanlega við eitthvað af sýklalyfjunum fyrr en seinna. Því fleiri lyf sem ég losna við því betra því ég er frekar viðkvæm fyrir lyfjum.
Auðvitað fer manni að leiðast innivistin þegar maður fer að hressast en nú bíð ég eftir að húsbóndinn komi og arki með mér fram á ganginn því ég má fara út af deildinni eftir kl. sex á kvöldin á virkum dögum. Ég ynni nú ekki Reykjavíkurmaraþonið núna frekar en áður því ég er óttalegur væskill til gangs og reyndar flestra annarra verka en ég reyni eins og ég get.
Þolið kemur með tíð og tíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2015 | 15:52
Dagur 31. - Dagur 21. í stofnfrumugjöf
Vertinn fær alvega absalútt að vinna vinnuna sína hérna um þessar mundir. Þetta er sko hörkudjobb oft á tíðum. Hár hiti kvöld eftir kvöld með kuldahrolli hafa beygt en ekki brotið bredduna að vestan. Trúlega er það sýking eða líkaminn minn er að bregðast við þessum nýju þýsku frumum og eina leiðin hans til að vera með mótþróa er að mynda hita og gera mér lífið leitt þannig. Ógleðin hefur gert sig heimakomna helvísk og erfitt að losa sig við hana alveg. Ég var svona líka í fyrri stofnfrumumeðferðinni svo ég virðist einkar viðkvæm.
Þrjár vikur er frá því að þýska stálinu var komið fyrir og nú eru hvítu blóðkornin loksins farin að verða sýnileg í blóðinu. Hvít blóðkorn 0,4 og neutrofilarnir sem eru aðalviðgerðateymi hvítu blóðkornanna eru komin í 0,1 en verða að vera í 0,2 samfleytt í tvo daga svo ég sleppi úr einangrun svo þið sjáið að þetta kemur allt í rólegheitunum. Blóðflögurnar allar á uppleið svo sá þýski er sannarlega byrjaður að vinna vinnuna sína.
Kúlið er löngu farið út og suður, enda þurft aðstoð við meira og minna en allt frá því ég kom hingað.
Ég skal þó lofa ykkur því að ég verð búin að endurheimta það þegar ég kem á klakann í ný.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2015 | 14:14
Dagur 26.- 16. í stofnfrumugjöf
Þessir undanförnu dagar hafa verið svona frekar óspennandi. Sykingar dúkkuðu upp í blóðinu og var önnur þeirra meðhöndluð strax en hin kom ekki í ljós fyrr en siðar og nú er verið að ráða niðurlögum hennar og þá fyrst getur þýska stálið farið að vinna vinnuna sína og lappa eitthvað upp á kjerlinguna.
Ég hef nú þá trú að eitthvað sé sá þýski farinn að ditta að einu og örðu því ég er að byrja að lagast af hinu og þessu svona hér og hvar og það er góðs viti.
Hvítu blóðkornin geta varla byrjað að athafna sig í mergnum fyrr en sýkingingin er farin, þannig að nú bíð ég bara spennt eftir að hægt verð að slá hana út af laginiu og allt fari á fullan gang.
Í viðbót varð að ná niður ofskynjunum sem voru farnar að herja á mig á nóttinni en þar var búð að gefa mér svo mikið af morfínlyfjum til að slá á verki og ógleði og skrokkurinn þoldi það hreint ekki, heilinn sagði stopp. Svo var ekkert samræmi í því sem ég hugsaði og framkvæmdi og því gat ég ekki skrifað stakt orð án þess að það væri vitlaust skrifað eða innihélt tóma vitleysu..
Tveir blóðpokar voru splæstir á títtnefda í dag og svo fæ ég næringu í æð allar nætur með tilheyrandi brölti á klósettið.
Þetta er eiginlega svona miðlungsnæs í dag, það er ekkert sem segir annað en að dagurinn á morgun geti ekki orðið jafngóður ef ekki betri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2015 | 16:06
Dagur 21. - Dagur 11. í stofnfrumugjöf.
Jæja þetta fer nu frekar að verða leyðigjarnt svo eigi sé meira sagt. Sýkingn sem helltist yfir mig í fyrrinótt var sýningin sem þeir hafa verið að leitð að, bllandiskýkingar frá mér sem ég er væntanlega alltaf að reyna leggja til höfuðs þjóðverjanuum af því að hann fetur ekki reist höfur frá kokka
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2015 | 18:05
Dagur 20. Dagur 10.í stofnfrumugjöf
Vaknaði upp um miðja nótt bara svona rétt til að pissa. Í kjölfarið fylgdi þriggja sænga kalda sem ég hristist úr um nokkurt skeið en þá var sýking komin í blóðið og enginn veit svosem hvaðan hún kemur, gætu komið úr mér sjálfri. Þegar búið var að gefa við þessu öllu penselin, hitakækkanid og hristuvarnabindandi lyf svo rúmið skyldi ekki hristast í tennt var ég a endanum góð og gat sofið það sem eftir lifði nætur
Restin af hárlufsunum fór líka í dag og ég er að vera aftur pínulítið hipp og kúl, Hárið varð að fara af , var orðin aum í hársverðinum.
Ég fór i göngutúr með húsbóndanum og við höfum hjólastólinn alltaf með svona til öryggis sko myndi treista sér til að halda áfram.
Allur er varinn góður
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2015 | 17:08
Dagur 19. - Dagur 9. í stofnfrumugjöf.
Tveir blóðpokar runnu saman við mitt eigið blóð í dag því ég var orðin eitthvað lág í blóði, það er nú meira sem látið er með mig hérna. Svo þurfti ég auðvitað verkjalyf útaf hálsinum og hér er ekkert verið að tvínanóna við hlutina, morfín að morgni og morfín að kveldi og svo morfín reglulega þess á milli. Funkerar fáranlega vel ef ég svæfi ekki eins og steinn allan daginn.
Ég er oft betri þegar ég sef því þá tala ég minna er mér sagt. Ég var þó kvartandi og kveinandi í svefnrofunum nýlega og sagði þetta ekki vera neina sjúrastofnun hér væru bara dýr og grjót á neðrihæðinni, Minnti mig svoldið á mömmu.
Þetta mun þó ekki vara marga daga í viðbót, eigum við ekki að segja að fyrripart næstu viku fari ég að rétta úr kútnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2015 | 18:57
Dagur 18. - Dagur 8. í stofnfrumugjöf
Þessi dagur bara leið eins og hver annar. Fékk verkjatöflur við óþægindunum í munninum og hálsinum og það var hægt að halda þessu nokkuð niðri. Drattaðist út í kvöldgöngu með húsbóndanum og marði það svosem heim.
Það er þó gott við þennan dag að hann kemur ekki aftur og er því liðinn og færri dagar eftir þar til ég fer að rísa upp á ný.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2015 | 18:09
Dagur 17. - Dagur 7. í stofnfrumugjöf
Búin að vera frekar þreytt í dag og sofa mikið. Fékk blóðflögur í morgun og tekið var extra blóðsýni ef ég þyrfti blóð því blóðið mitt er að breytast dag frá degi.
Dagarnir eru margbreytilegir en alltaf styttist í betri tíð með blóm í haga. Hálsinn aðeins farinn að hrella mig og eins munnurinn. Ég verð bara að vera þolinmóð og bíða eftir að þýska stálið taki yfir.
Nú sit ég við sjónvarpið og horfi á sjónvarpið og blogga. Bíð eftir að ógleðitaflan virki svo ég geti tekið allar hinar töflurnar.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 635646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm