Minn tími mun koma

Vertinn átti að mæta kl. tíu í morgun í blóðprufu. Það gekk ekki alveg átakalaust að koma sér á spítalann því venjuleg fimm mínútna leið tók mig 30 mínútur, ég var eitthvað svo magnþrota. Þá kom í ljós á kreatínið var orðið alltof hátt í blóðinu og nýrun alveg í vandræðum með að vinna úr því. Því fékk ég lyf i æð í fjóra tíma til að hreinsa nýrun og minnka kreatínið, tekin voru af mér öll lyf sem reyna á nýrnastarfssemina og svo verður það í einhverja daga. Þetta er rosalegur línudans að reyna að fá þetta allt til að virka rétt. En þeir kunna þetta á spítalanum. Aftur var tekin blóðprufa seinnipartinn og þá hafði þetta lækkað svo ég fékk að fara heim þar til átta í fyrramálið.

Heimferðin gekk aftur á móti fantavel, næstum hljóp við fót eins og hver önnur hlaupatík og húsbóndinn átti fullt í fangi með að fylgja mér eftir, eða þannig. Tókum hjólastólinn með svona til öryggis upp á fyrramálið svo ég drattist til að mæta á réttum tíma.

Títtnefnd hefur minnt læknana reglulega á að jólin séu alveg að koma og þeir verði að klára þetta mál áður en hátið ljóss og friðar gengur í garð. Þeir lofa svo sem engu en ætla að gera það sem þeir geta. Það örlaði á smá óþolinmæði í dag, mér finnst þetta alveg að verða komið gott í bili en þetta er bara spurning um að halda á. "Minn tími mun koma" eins og orðið margfrægt og ég bara bíð spennt eftir því.

Elsa kemur daginn fyrir þorlák með hangikjötið og hrygginn, grænu baunirnar og jólaölið, best hefði verið að fá alla fjölskylduna til sín en það er ekki í boði þessi jólin. 

Það koma svo sannarlega jól eftir þessi og engu að kvíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 635336

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband