Ef guð lofar

Viðtalið hjá lækninum fór nú ekki eins og til var ætlast. Sjúkdómurinn virðist vera  farinn að láta á sér kræla á ný og því er Vertinn í Víkinni aldeilis ekki sloppin fyrir horn eins og vonast var eftir. Það var svosem vitað mál þar sem þetta er ólæknandi sjúkdómur að þetta gæti skotið upp kollinum á ný en venjan er að þetta sé til friðs í fjögur ár eftir stofnfrumumeðferð en hjá mér líða einungis tvö og hálft ár sem er síðra. Títtnefnd hefur því verið snuðuð um heil tvö ár og fær skapari himins og jarðar ekkert sérstakt prik fyrir það. 

Það þýðir víst lítið að væla yfir þessum tíðindum og taka því bara eins og hverju hundsbiti í hæl. Enn frekar verður fyllst með Vertinum og næsta blóðprufa er eftir mánuð og þá verður tekin ákvörðun með framhaldið. Sjúkdómurinn er bara á algjöru byrjunarstigi en samt hefur hann vaxið milli mánaða og ef þessi vöxtur heldur áfram fer ég á lyf sem eru ný og  hafa reynst mjög vel en þau geta haldið niðri sjúkdómnum í mörg ár. 

Þær gleðifréttir voru líka að berast bara núna á dögunum að Bretar eru að fara í byrjun næsta árs að prufa ný lyf við þessum illkynja sjúkdómi sem eiga að drepa þennan sjúkdóm í eitt skipti fyrir öll. Miklar vonir eru bundnar við að þá verði hægt að lækna mig og aðra þá sem þjást af þessu. Verið er að auglýsa eftir fólki til að taka þátt og hver veit nema ég nefni það við lækninn minn í næstu heimsókn að fá að taka þátt í því ferli.  

Nú ef allt annað þrýtur á ég einn stofnfrumuskammt í frysti sem gangast mér  ef í harðbakkann slær. 

Títtnefnd hugsar sem minnst um þetta bölvaða vesen enda er nóg að gera við að safna saman sögum af afa gamla og setja þær niður á blað. Það verður efni í dágóða sögu og jafnvel heila bók...

ef guð lofar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað er að heyra Ragna mín - en gott að vita að þú tekur þessu af skynsemi.

Líka gott að vita að það er ýmislegt í gangi með rannsóknir og tilraunalyf - þróunin er ótrúlega hröð og gott að þú fylgist vel með.  Sendu þér góðar óskir og sterka strauma, og bestu kveðjur úr Aðalstrætinu tómlega  til ykkar allra

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 22:25

2 identicon

Æ hvur fjárinn. En vísindin eru vonandi fljótari að ná sér á strik en þetta hundsbit í hæl. Bestu kveðjur til ykkar héðan af Kirkjuveginum.

Gugga (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 18:39

3 identicon

Gangi þér vel +i þessari baráttu Ragna kveðja úr víkinni fögru.

Ásdís Gústavsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband