Snjór í Hafnarfirði

Það er nú sérdeilis ekki leiðinlegt að labba strandlengjuna í Hafnarfirði og þann göngutúr tók Vertinn í gær í blíðskaparveðri með Húsbóndanum. Í miðjum göngutúrnum rákumst við á Bolvíkinga sem er svosem ekki í frásögu færandi því þeir eru æði margir búsettir hér. Við vorum boðin í kaffi í hreiðrinu þeirra við Norðurbakkann og í leiðinni vísiteruðum við önnur bolvísk hjón sem búa í saman stigagangi. Þar voru svo sannarlega slegnar tvær flugur í einu höggi. Ása og Gummi búa svosem við hliðina á okkur í Víkinni en þar er vegalengdin á milli okkar of stutt til að það taki þvi að fara í heimsókn milli hurða, nú eru þau svona meira í leiðinni. Við komum því ekki úr göngutúrnum fyrr en eftir dúk og disk. 

Allt var hvítt í morgun þegar téður vert vaknaði. Það hafði sjóað í nótt og trén úti í garðinum voru öll hvít og falleg og minntu helst á jólatré. Það blundar þó í mér sú von að sjóinn taki fljótlega upp, því ég bókstaflega nenni honum ekki.

Húsbóndinn fór í vinnuna í dag og Lilja fékk ein átta atvinnutilboð í dag líka svo það eru næg atvinnutækifærin fyrir þá sem nenna að vinna.

Vertinn fór í lyfjagjöf í dag og í viðtal hjá Guðmundi lækni.

Ég segi ykkur frá því á morgun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 635340

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband